Allir flokkar fá borgarfulltrúa samkvæmt síðustu raðkönnun Gallup

All­ir flokk­arn­ir, sem bjóða fram í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í Reykja­vík, fá borg­ar­full­trúa sam­kvæmt síðustu raðkönn­un Gallup fyr­ir Rík­is­út­varpið sem birt var í kvöld. Eng­inn flokk­ur fær hrein­an meiri­hluta sam­kvæmt könn­un­inni og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær 7 borg­ar­full­trúa þrátt fyr­ir að hafa bætt við sig fylgi frá í gær.

Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ist fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins 45% nú en var 43,7% sam­kvæmt könn­un Gallup í gær. Fylgi Sam­fylk­ing­ar mæl­ist nú 27,3% en mæld­ist í gær tæp 25%. Flokk­ur­inn fær fjóra borg­ar­full­trúa. Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð mæl­ist með 14,5% fylgi í dag og 2 borg­ar­full­trúa en fylgið mæld­ist 15% í gær. Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist nú 7,3% en var tæp 10% í gær. Flokk­ur­inn fær einn full­trúa gangi könn­un­in eft­ir. Þá mæl­ist fylgi Fram­sókn­ar­flokks 5,9% en var rúm 6% í gær. Flokk­ur­inn nær samt ein­um full­trúa sam­kvæmt þessu.

Fram kom, að síðasti maður inn, miðað við könn­un­ina, sé full­trúi Fram­sókn­ar­flokks en næsti maður inn sé 8. full­trúi Sjálf­stæðis­flokks.

Gallup hef­ur í vik­unni kannað fylgi flokk­anna í Reykja­vík dag­lega. Úrtakið er alltaf 800 manns, 400 fyrstu detta út og 400 nýir bæt­ast við á hverj­um degi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert