Kosið um nöfn á sjö ný sveitarfélög

Samhliða sveitarstjórnarkosningum á morgun verður framkvæmd skoðanakönnun um nýtt nafn á sjö sameinuð sveitarfélög. Auk þess verður framkvæmd skoðanakönnun í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi í Eyjafirði, til að kanna vilja íbúanna til sameiningar sveitarfélaganna.

Í eftirtöldum sameinuðum sveitarfélögum fara fram skoðanakannanir um nýtt nafn:

Sameinað sveitarfélag Skilmannahrepps, Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri Akraneshrepps og Leirár- og Melahrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Hafnarbyggð, Heiðarbyggð, Heiðarsveit, Hvalfjarðarbyggð og Hvalfjarðarsveit.

Sameinað sveitarfélag Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýrarbyggð og Sveitarfélagið Borgarfjörður.

Sameinað sveitarfélag Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Strandahreppur, Strandabyggð og Sveitarfélagið Strandir.

Sameinað sveitarfélag Siglufjarðarkaupstaðar og Ólafsfjarðarbæjar. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Fjallabyggð, Hnjúkabyggð, Tröllaskagabyggð og Ægisbyggð.

Sameinað sveitarfélag Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð og Norðurþing.

Sameinað sveitarfélag Þórshafnarhrepps, Skeggjastaðahrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Gunnólfsbyggð, Hafnarbyggð, Langanesbyggð og Langaneshreppur.

Sameinað sveitarfélag Gaulverjabæjarhrepps, Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps. Kjósendum gefst kostur á að velja eitt eftirtalinna nafna:
Flóabyggð, Flóahreppur, Flóamannahreppur og Flóasveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka