Líklegast að sátt náist um Steinunni Valdísi

Langlíklegast er að sátt náist um að Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði áfram borgarstjóri komi til meirihlutasamstarfs Samfylkingar við Framsóknarflokk eða Vinstrihreyfinguna - grænt framboð, segir G. Valdimar Valdemarsson, formaður málefnanefndar miðstjórnar Framsóknarflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

„Framsóknarmenn kjósa allavega frekar að styðja núverandi borgarstjóra til áframhaldandi góðra verka komi til samstarfs þessara flokka," segir Valdimar, sem bendir á að þegar Steinunn var valin borgarstjóri hafi VG og Framsóknarflokkurinn hafnað Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóra.

Í grein í Morgunblaðinu sl. þriðjudag ítrekaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, þau ummæli Dags B. Eggertssonar, efsta manns á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, að ekki kæmi til greina að hann gæfi eftir borgarstjórasætið í samningum við framsóknarmenn, frjálslynda eða VG.

"Þetta er mikilvæg yfirlýsing fyrir borgarbúa. Þar með er tryggt að lýðræðið verður látið ráða en sú hætta vofir ekki yfir borgarbúum að flokkar með stuðning 5-10% borgarbúa geti sett Samfylkingunni úrslitakosti um að þeir fái borgarstjórastól í skiptum fyrir aðild að meirihluta. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, tekur í sama streng," sagði Ingibjörg Sólrún í grein sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert