Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík eru nú komnir í Sjónvarpshúsið en þeir munu keppast um hylli kjósenda og sitja fyrir svörum í Kastljósinu í kvöld.
Í spjalli við fréttamann fyrir Kastljósið sagði Ólafur Magnússon, oddviti Frjálslynda flokksins, sagðist búast við því að verða inni á morgun. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, sagðist eiga von á auknu fylgi alveg fram að kosninganótt þar sem flokkurinn hefði tryggt að Oddný Sturludóttir næði sæti. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingar-græns framboðs, sagði kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega. „Það sem vekur athygli í þessum könnunum er að það eru svo margir á nákvæmlega sömu torfunni og í raun og veru allir flokkar með sinn mann á sama blettinum,“ sagði Svandís.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddiviti Sjálfstæðisflokks, sagði Degi ekki verða að ósk sinni hvað varðaði Oddnýju og sagði Sif Sigfúsdóttur verða nýjan og glæsilegan fulltrúa. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokks, sagði horfur góðar þó svo á brattann hafi verið að sækja.