Kjörsókn fer rólega af stað í Reykjavík

Kosið í sveitastjórnarkosningum í Hlíðaskóla.
Kosið í sveitastjórnarkosningum í Hlíðaskóla. mbl.is/Einar Falur

Kjörsókn fer rólega af stað í Reykjavík en samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn hafa 10.207 greitt atkvæði, eða 11,92% atkvæðabærra manna og kvenna. Til samanburðar þá var kjörsókn á sama tíma fyrir fjórum árum 14,6%. Í ár var 60% meiri aukning í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á kjörskrá í Reykjavík eru 85.618 manns. Þá hafa engin sérstök vandamál komið upp það sem af er degi.

Kjörsókn eftir kjörstöðum var nokkuð misjöfn í Reykjavík. Þannig var kjörsókn 12,46% í Árbæjarskóla, 14,46% í Breiðagerðisskóla, 11,03% í íþróttahúsinu við Austurberg, 11,89% í íþróttahúsinu í Grafarvogi, 13,11% í Hagaskóla, 12,43% á Kjarvalsstöðum, 13,62% í Hlíðaskóla, 12,46% í Laugardalshöll, 12,21% í Ölduselsskóla, 10,25% í Borgaskóla, 13,16% í Ingunnarskóla, 7,35% í Klébergsskóla, 9,06% í Ráðhúsinu.

Heildarkjörsókn var 11,92% eins og áður sagði. Árið 2002 var kjörsókn 14,06% á sama tíma, árið 1998 var kjörsókn 13,71% og árið 1994 var kjörsókn 15,06% klukkan 12.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert