Kosningavökur ljósvakans

Starfsmenn Sjónvarpsins undirbúa kosningavökuna.
Starfsmenn Sjónvarpsins undirbúa kosningavökuna. mbl.si/Kristinn

Kosningavaka verður á NFS/Stöð 2 og í Ríkissjóvarpinu í kvöld. Á sama tíma verður sérstök kosningaumfjöllun í Ríkisútvarpsinu og á Bylgjunni. Einnig verða m.a. birtar tölur og viðbrögð við þeim á mbl.is, ruv.is, textavarpinu og á visi.is.

Formenn stjórnmálaflokkanna á þingi mætast í sjónvarpssal hjá NFS og Stöð 2 kl. 23 í kvöld, að sögn Þórs Jónssonar, varafréttastjóra NFS og annars umsjónarmanns kosningavökunnar. Formenn flokkanna verða síðan í Sjónvarpinu á miðnætti að sögn Páls Benediktssonar, umsjónarmanns kosningasjónvarps RÚV. Oddvitar framboðanna í Reykjavík mæta í kosningasjónvarp RÚV kl. 23.30 en kl. 24 hjá NFS/Stöð 2.

NFS hefur kosningasjónvarp sitt kl. 10 fyrir hádegi í dag, að sögn Þóris Guðmundssonar, varafréttastjóra NFS. Samfelld umfjöllun verður um kosningarnar í beinni útsendingu fram til kl. 20 annað kvöld, eða í samtals 34 tíma. Samtengd kosningavaka NFS og Stöðvar 2 hefst kl. 19.10 í kvöld. Kosningasjónvarp RÚV hefst kl. 22 í kvöld.

Fréttamenn NFS verða með kosningavöku í 34 tíma samfellt.
Fréttamenn NFS verða með kosningavöku í 34 tíma samfellt. mbl.is/Kristinn
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert