Staðan í Reykjavík breyttist ekki þegar lokatölur birtust

Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík í kvöld: Ólafur F. Magnússon, Svandís …
Oddvitar framboðslistanna í Reykjavík í kvöld: Ólafur F. Magnússon, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/ÞÖK

Staðan í Reykja­vík breytt­ist lítið þegar loka­töl­ur voru birt­ar laust fyr­ir klukk­an 2:30 í nótt. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fær 7 borg­ar­full­trúa, Sam­fylk­ing­in fjóra, Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð 2 og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 1 full­trúa hvor. Eng­inn flokk­ur er því með meiri­hluta og því þurfa tveir eða fleiri flokk­ar að semja um að mynda meiri­hluta.

Alls kusu 66.037 í Reykja­vík af 85.614, sem voru á kjör­skrá sem er 77,13% kjör­sókn. Er þetta mun minni kjör­sókn en fyr­ir fjór­um árum en þá kusu 84,02% þeirra sem voru á kjör­skrá.

B-listi Fram­sókn­ar­flokks fékk 4056 at­kvæði, 6,1% og einn borg­ar­full­trúa, Björn Inga Hrafns­son. D-listi Sjálf­stæðis­flokks fékk 27.823 at­kvæði, 42,1% og sjö borg­ar­full­trúa, þau Vil­hjálm Þ. Vil­hjálms­son, Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, Gísla Martein Bald­urs­son, Kjart­an Magnús­son, Júlí­us Víf­il Ingvars­son, Þor­björgu Helgu Vig­fús­dótt­ur og Jór­unni Ósk Frí­manns­dótt­ur Jen­sen. S-listi Sam­fylk­ing­ar fékk 17.750 at­kvæði, 27,3% og 4 borg­ar­full­trúa: Dag B. Eggerts­son, Stein­unni Val­dísi Óskars­dótt­ur, Stefán Jón Haf­stein og Björk Vil­helms­dótt­ur. F-listi Frjáls­lynda­flokks­ins fékk 6525 at­kvæði og 1 borg­ar­full­trúa, Ólaf F. Magnús­son, og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fékk 8739 at­kvæði, 13,5% og 2 borg­ar­full­trúa, Svandísi Svavars­dótt­ur og Árna Þór Sig­urðsson.

Auðir seðlar og ógild­ir voru 1145.

Lokatölur í Reykjavík
Loka­töl­ur í Reykja­vík mbl.is/​KG
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert