Hlutur kvenna í sveitarstjórnum eykst

Hlutur kvenna í sveitarstjórnum landsins jókst um tæplega fjögur prósentustig samkvæmt niðurstöðum kosninganna um helgina. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum landsins er nú um 35,9%, en var 32% eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þar áður var hlutur kvenna um 28% í sveitarstjórnum landsins.

Alls var kosið um 529 sveitarstjórnarsæti í ár. Samkvæmt niðurstöðum helgarinnar náðu 339 karlar sæti í sveitarstjórnum og 190 konur. Hlutur kvenna er þar með 35,9% eins og áður sagði.

Fréttaskýring um málið birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert