Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar á Akureyri hittust í gærkvöldi ásamt fleirum og ræddu möguleika á myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri og leiðtogi sjálfstæðismanna, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, ræddu saman ásamt fleirum. Ekki var rætt af neinni alvöru um málefni og ekkert var ákveðið annað en það að annar fundur verður haldinn á morgun.