Hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda

Paul F. Nikolov blaðamaður hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda hér á landi og stefnir á að flokkurinn bjóði fram til bæði Alþingis og sveitarstjórnar.

Paul, sem skrifar fyrir bæði Grapevine og Reykjavik Mag, segir að hann hafi allt frá því að hann flutti hingað í fyrstu talið málefni innflytjenda fá alltof litla athygli. Þetta hafi orðið sérstaklega áberandi í sveitarstjórnarkosningunum í maí þar sem þessi málaflokkur hafi ekkert verið til umfjöllunar.

Hann segist því hafa tekið af skarið með að stofna flokk sem beitir sér sérstaklega í þágu innflytjenda og hefur hann nú þegar fengið góð viðbrögð við hugmyndinni. Fram undan sé að skipuleggja fundi þar sem flokkurinn tekur á sig nánari mynd og fær vonandi sem flesta til liðs við sig. Paul leggur áherslu á að þótt hann sé stofnandi flokksins ætli hann sér ekki að halda um alla þræði heldur muni flokksmenn taka ákvarðanir um stefnu og áform flokksins.

Íslenskunám of dýrt

Þegar hann er inntur nánar eftir áformum flokksins um framboð segist Paul stefna á að flokkurinn bjóði fram í sveitarstjórnarkosningum 2010 og svo alþingiskosningum ári seinna. Hugsanlegt sé, ef vel gengur, að boðið verði fram í þingkosningum næsta vor. Paul vekur athygli á því að á landinu öllu séu þrettán þúsund innflytjendur, þar af fimm þúsund í Reykjavík.

"Þessi hópur hefur ekki átt nægilega sterka fulltrúa fram að þessu," segir Paul.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert