Steinunn Valdís býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til for­yst­u­starfa fyr­ir Sam­fylk­ing­una í kom­andi þing­kosn­ing­um. Stein­unn Val­dís sæk­ist eft­ir stuðningi í 4. sæti á lista sem kosið verður til í sam­eig­in­legu próf­kjöri beggja kjör­dæma í Reykja­vík þann 11. nóv­em­ber nk.

Í til­kynn­ingu frá Stein­unni Val­dísi kem­ur fram að eft­ir að hafa starfað í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur í tólf ár, þar af tæp­lega tvö ár sem borg­ar­stjóri Reyk­vík­inga telji hún sig hafa þá reynslu og þekk­ingu sem til þarf.

„Í sum­ar hef­ur fjöldi fólks rætt við mig og hvatt mig til fram­boðs og fyr­ir það vil ég þakka. Af þeim sam­töl­um er aug­ljóst að fólk inn­an og utan Sam­fylk­ing­ar er orðið óþreyju­fullt að sjá breyt­ing­ar í lands­stjórn­inni enda hef­ur rík­is­stjórn­in sýnt það í hverju mál­inu á fæt­ur öðru að hún hef­ur misst tengsl­in við al­menn­ing á Íslandi.

Næstu Alþing­is­kosn­ing­ar eru afar mik­il­væg­ar fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Það er brýn þörf á að Sam­fylk­ing­in leiði þær breyt­ing­ar sem nauðsyn­legt er að gera í ís­lensku sam­fé­lagi þar sem mis­skipt­ing vex stöðugt og sá jöfnuður sem hingað til hef­ur verið einn helsti styrk­leiki ís­lensks sam­fé­lags er á und­an­haldi.

Ég vil leggja mitt af mörk­um í næstu þing­kosn­ing­um og gef því kost á mér á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík í Alþing­is­kosn­ing­un­um 2007," að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert