Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninga 2007. Unnur Brá, sem er 32 ára, er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundar nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Unnur Brá leiddi lista sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra í sveitarstjórnarkosningum 2006 og var kjörin í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi. Unnur Brá er varaformaður Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, varaformaður fulltrúararáðs Sjálfstæðisflokksins í Rangárvallasýslu og situr í stjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna. Unnur Brá var oddviti Vöku í Stúdentaráði H.Í 1999-2000 og sat jafnframt í stjórn Vöku. Unnur Brá starfaði áður sem lögfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins á Selfossi, var fulltrúi sýslumannsembættanna á Selfossi og Ísafirði og um tíma settur sýslumaður á Ísafirði.