Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ hefur tekið ákvörðun um bjóða sig fram i í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar sem fram fer 11. nóvember. Ragnheiður sækist eftir 3 sæti listans.
Ragnheiður er íslenskufræðingur með uppeldis – og kennsluréttindi frá HÍ og framhaldsnám í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun frá KHÍ. Hún starfaði sem kennari og skólastjóri í yfir 20 ár.
Ragnheiður hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn og bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002 og hefur setið í Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2002 og í nefndum á vegum þess. Ragnheiður var tilnefnd af dómsmálaráðherra í verkefnastjórn um nýskipan lögreglumála og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ragnheiður er gift Daða Runólfssyni og þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn.