Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi býður sig fram í 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurvesturkjördæmi í prófkjöri flokksins sem haldið verður 11. nóvember nk.
Jón hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins um árabil, en hann var kjörinn formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi árið 2003. Jón átti einnig sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar árið 1999. Jón hefur setið í stjórn kjördæmisráðs flokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003, en einnig átti Jón sæti í kjördæmisráði flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1983 til 1985.
Jón hefur undanfarið ár verið framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, en hann var formaður félagsins 2000 til 2005 og í stjórn frá 1991. Hann hefur jafnframt verið í landsstjórn félagsins og tekið þátt björgunaraðgerðum Landsbjargar í 30 ár.
Jón Gunnarsson hefur undanfarin ár verið formaður Sjávarnytja sem hefur barist fyrir sjálfbærum hvalveiðum við Ísland.