Hart barist um sætin á framboðslistum

Væntanlega verður hart barist um sum sætin á framboðslistum
Væntanlega verður hart barist um sum sætin á framboðslistum Eyþór

Víða verður hart barizt um sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi þingkosningar. Ellefu þingmenn sem voru í framboði síðast verða það ekki nú og þar með skapast aukið svigrúm fyrir þá sem vilja komast á þing. Í Reykjavíkurkjördæmunum verður baráttan líklega hörðust hjá Sjálfstæðisflokknum, enda hverfa þrír af níu þingmönnum flokksins af vettvangi.

Þá sækjast þrír eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í stað Halldórs Blöndal. Baráttan í Suðurkjördæmi verður einnig hörð, þar sem sex berjast um fyrstu þrjú sætin.

Hjá Samfylkingunni í Reykjavík verður líka barist af hörku. Þar eru átta þingmenn í baráttunni. Hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi sækja nítján manns í efstu sex sæti, en enn meiri spenna verður að líkindum í Suðurkjördæmi, þar sem þrír þingmenn og einn nýliði stefna allir á oddvitasæti Margrétar Frímannsdóttur.

Heldur rólegra er yfir fram boðsmálum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, en ljóst að töluverðar sviptingar verða þó hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi, þar sem tveir þingmenn hafa ákveðið að draga sig í hlé. Frjálslyndi flokkurinn fer að líkindum uppstillingarleiðina, en þingmenn flokksins munu líklega gefa kost á sér áfram.

Sjá nánari umfjöllun í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert