Ágúst Ólafur stefnir á fjórða sætið

Ágúst Ólafur Ágústsson
Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem er jafnframt 2. sætið í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Ágúst Ólafur var kjörinn á þing í alþingiskosningunum 2003 og var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar árið 2005. Ágúst Ólafur er með háskólapróf í lögfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands.

Ágúst Ólafur er í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd og hefur einnig verið í heilbrigðis- og trygginganefnd. Þá situr hann í sérnefnd um stjórnarskrármál. Ágúst Ólafur hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hann var í stjórn þingflokksins, er nú í stjórn Samtaka jafnaðarmanna í atvinnurekstri og er einnig tengiliður þingflokksins við 60+, félags eldri borgara í Samfylkingunni.

Ágúst Ólafur er kvæntur Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur lögfræðingi og eiga þau tvær dætur, Elísabet Una 4 ára og Kristrún 1 árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert