Gísli Tryggvason í framboð fyrir Framsóknarflokkinn

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason

Gísli Tryggvason hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar vorið 2007.

Gísli hefur gegnt embætti talsmanns neytenda síðan það var sett á fót um mitt ár 2005.

Áður var Gísli framkvæmdarstjóri og lögmaður Bandalags háskólamanna í tæp 7 ár og hefur hann einnig starfað sem blaðamaður.

Gísli hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á vegum Framsóknarflokksins á undanförnum 10 árum og á meðal annars sæti í miðstjórn.

Gísli lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1997 og MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2004. Hann hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 1998.

Gísli er 37 ára gamall, fæddur í Björgvin í Noregi en alinn upp á Akureyri. Hann er stúdent frá Marie Kruses Skole í Farum í Danmörku og hefur verið búsettur í Kópavogi frá lokum árs 2000. Gísli er kvæntur Brynju Daníelsdóttur, hjúkrunarfræðingi og sjúkranuddara. Þau eiga þrjú börn.

Gísli var ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, árið 1994 og sat í stjórn Orators, félags laganema. Gísli starfaði með Röskvu, samtökum félagshyggjufólks í Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert