Átta í prófkjöri framsóknar í NV-kjördæmi

Alls gáfu sex aðilar kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ákvað kjörstjórn að bæta tveimur við og því munu átta taka þátt í prófkjörinu sem fer fram með póstkosningu 3.-17. nóvember. Eftirtaldir gáfu kost á sér, að því er segir á Bæjarins besta:
G.Valdimar Valdimarsson kerfisfræðingur, sem stefnir á 3. sætið.
Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður, sem stefnir á 2. sætið.
Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur, sem stefnir á 3. sætið.
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, sem stefnir á 1. sætið.
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, sem stefnir á 1. sætið.
Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, sem stefnir á 3. sætið.
Albertínu Elíasdóttur, umsjónarmanni á Ísafirði, og Heiðari Þór Gunnarssyni, verslunarrekanda á Borðeyri, var bætt við af kjörstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert