Sækist eftir þingsæti

Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík gefur kost á sér til þingsætis á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi við komandi kosningar.

Sigurjón er fæddur 1951, er tannlæknir á Húsavík, hefur setið í sveitarstjórn og gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sigurjón er giftur Snædísi Gunnlaugsdóttur lögfræðingi og á með henni þrjú börn og saman reka þau gistiþjónustuna Kaldbaks-kot við Húsavík.

Hann er með MS gráðu í Oral Biology frá UAB í Bandaríkjunum, einn af stofnendum umhverfissamtakanna HÚSGULL, sem og Kríuvinafélagsins. Sigurjón er formaður Tannlæknafélags Íslands og hefur beitt sér í umhverfismálum og fyrir orkunýtingu og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu. Hann hefur engan hug á að ríkið selji nýkeypta Landsvirkjun, en ætlar á næsta kjörtímabili að opna Vaðlaheiðargöng, stofna framhaldsskóla út með Eyjafirði, fylgja eftir atvinnuuppbyggingunni á Austfjörðum, bæta samgöngur og greiða fyrir þessa uppbyggingu með þeim arði sem verður til af hagkvæmri nýtingu á umhverfisvænni orku kjördæmisins, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert