Gunnar kominn í 1. sætið á ný í Kraganum

Frá Fjörukránni í kvöld en þar er kosningavaka Samfylkingarinnar haldin …
Frá Fjörukránni í kvöld en þar er kosningavaka Samfylkingarinnar haldin í SV-kjördæmi mbl.is/Árni Sæberg

Á miðnætti standa leikar þannig í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi að búið er að telja öll atkvæði nema utankjörfundar- og vafaatkvæði. Samkvæmt því er Gunnar Svavarsson kominn aftur í 1. sæti með 1245 atkvæði, Katrín Júlíusdóttir í 1.-2. sæti með 2061 atkvæði, Þórunn Sveinbjarnardóttir með 2155 í 1.-3. sæti, Árni Páll Árnason með 1749 atkvæði í 1.-4. sæti. Guðmundur Steingrímsson með 1838 í 1.-5. sæti, Tryggvi Harðarson með 1436 í 1.-6. sæti, Sonja B. Jónsdóttir 1839 atkvæði í 1.-7. og Jakob Frímann Magnússon með 1853 atkvæði í 1.-8.

Mjótt er á mununum hjá Þórunni og Gunnari og munar þar aðeins 19 atkvæðum. Sömu sögu er að segja um Tryggva og Sonju. Von er á lokatölum innan tíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert