Yfirkjörstjórn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákvað á fundi kl. 18:30 að fresta talningu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið var laugardaginn 4. nóvember.
Alls kusu 5.146, kjörsókn var framar vonum, þrátt fyrir rysjótt veður sem gekk yfir kjördæmið. Vinna við undirbúning talningar gekk vel en ákveðið var fresta talningu atkvæða til mánudagsins 6. nóvember vegna þess að ekki náðist að koma kjörgögnum úr Vestmannaeyjum til lands vegna veðurhams.
Talning hefst á mánudag kl. 14:00 á Hótel Selfossi, fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um kl. 18:00 á mánudeginum.