Kjartan endaði í þriðja sæti í Suðurkjördæmi

Nokkrir af frambjóðendunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á kosningavöku í Tryggvaskála …
Nokkrir af frambjóðendunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á kosningavöku í Tryggvaskála á Selfossi í nótt. mbl.is/Sig. Jóns.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður og Kjartan Ólafsson, alþingismaður, voru í þremur efstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær, en talningu lauk í morgun. Í fjórða sæti var Björk Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi en þrír núverandi alþingismenn flokksins enduðu neðar. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.

Alls voru greidd 5814 í prófkjörinu og þar af voru 5461 gild. Árni M. Mathiesen fékk 2659 atkvæði í 1. sætið eða 48,7% af gildum atkvæðum. Árni Johnsen fékk 2302 atkvæði í 1.-2. sætið og Kjartan Ólafsson 1578 í 1.-3. sætið. Björk Guðjónsdóttir fékk 2112 í 1.-4. sætið, Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, fékk 2592 í 1.-5. sæti og Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, 2965 atkvæði í 1.-6. sætið.

Í næstu sætum voru Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður, Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri, Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Gunnar Örlygsson, alþingismaður, Kristján L. Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen, náttúrulæknir og Kári Á. Sölmundarson, sölustjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert