Á fundi kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi var samþykkt einróma að viðhafa uppstillingu við val á frambjóðendum á listann við næstu alþingiskosningar. Jón Bjarnason alþingismaður lýsti því yfir á fundinum að hann væri reiðubúinn að leiða listann í næstu kosningum.
Á fundinum, sem haldinn var í Búðardal, voru kosnir 7 fulltrúar í uppstillinganefnd og koma þeir víðsvegar að úr kjördæminu. Er nefndinni falið að skila svo fljótt sem verða má tillögum að framboðslista. Verða tillögurnar lagðar fyrir kjördæmisráðsfund, sem afgreiðir framboðslistann og gengur frá framboðinu.
Þetta kemur fram á heimasíðu VG í Skagafirði , www.skagafjordur.com/vg