29 bjóða sig fram hjá VG á höfuðborgarsvæði

Framboðsfresti vegna forvals Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs lauk á laugardag en forvalið er sameiginlegt fyrir félög hreyfingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi. Alls bárust tuttugu og níu framboð.

Þessi buðu sig fram:
Andrea Ólafsdóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Álfheiður Ingadóttir
Árni Þór Sigurðsson
Benedikt Kristjánsson
Emil Hjörvar Petersen
Erlendur Jónsson
Friðrik Atlason
Gestur Svavarsson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðmundur Magnússon
Jóhann Björnsson
Katrín Jakobsdóttir
Kári Páll Óskarsson
Kolbrún Halldórsdóttir
Kristín Tómasdóttir
Kristján Hreinsson
Mireya Samper
Ólafur Arason
Paul F. Nikolov
Sigmar Þormar
Steinar Harðarson
Steinunn Þóra Árnadóttir
Svala Jónsdóttir Heiðberg
Sveinbjörn Markús Njálsson
Wojciech Szewczyk
Þorleifur Friðriksson
Þórir Steingrímsson
Ögmundur Jónasson.

Forvalið fer fram 2.desember næstkomandi kl. 10-22. Kosið verður í Suðurgötu 3 í Reykjavík, Strandgötu 11 í Hafnarfirði og Hlégarði í Mosfellsbæ. Allir félagar VG í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi hafa kosningarétt samkvæmt félagatali 25. nóvember 2006 en þá verður kjörskrá lokað. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Suðurgötu 3 í Reykjavík, dagana 28. og 30. nóvember kl. 16–21.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert