Sigríður Andersen gerir athugasemd við skrif Guðmundar Steingrímssonar

Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi, upplýsti í gær um kostnað vegna framboðs síns. Af því tilefni mótmælti hann samanburði Sigríðar Andersen á dreifingarkostnaði og auglýsingakostnaði.

Í tilkynningu frá Sigríði kemur fram að samkvæmt netfréttum Morgunblaðsins í gær heldur hann því fram að kostnaður sinn við dreifingu bæklings hefði ekki getað nýst til kaupa á heilsíðuauglýsingum.

„Guðmundur bendir réttilega á að ódýrara er að dreifa bæklingi í öll hús á ákveðnu svæði en sem pósti merktum einstaklingum (svokallaður markpóstur) og því fór hann þá leið.

Ekki er hins vegar hægt að leggja að jöfnu þá dreifingaraðferð sem við Guðmundur virðumst bæði hafa nýtt og dreifingu á skráða flokksmenn. Dreifing í öll hús er ekki markviss og því ekki ákjósanlegasta kynningarleiðin. Eftir stendur sú staðreynd að dreifing bæklings er ekki kostnaðarlítil kynningaraðferð. Samfylkingin í suðvesturkjördæmi kaus hins vegar að banna blaðaauglýsingar en leyfa prentun og dreifingu bæklinga. Guðmundur Steingrímsson gat því sent sinn bækling út fyrir tæpa hálfa milljón króna en frambjóðandi sem hafði hugsað sér að auglýsa í dagblöðunum fyrir nokkra tugi þúsunda króna mátti það ekki," að því er segir í tilkynningu frá Sigríði.

Vefur Sigríðar Andersen

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert