Niðurstaða prófkjörsins „er draumauppstilling"

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa talið mikilvægt að brýna flokksmenn í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi að gæta að hlut kynjanna við val á framboðslistann. Ekkert sé athugavert við það.

Þegar úrslit lágu ljós fyrir í prófkjörinu gagnrýndi Kristján Þór Júlíusson, sem var kjörinn í fyrsta sæti á listanum, ummæli Þorgerðar Katrínar á lokaspretti kosningabaráttunnar um mikilvægi góðs gengis kvenna í prófkjörum. Sagði Kristján Þór að þau hefðu verið afar óheppilegt inngrip.

„Það er ábyrgðarhluti að taka þátt í prófkjöri og þá skiptir máli að menn hafi í huga heildarhagsmuni," segir Þorgerður Katrín. „Að listinn sé vel í sveit settur hvað varðar hlut kynjanna og að tekið sé tillit til landshluta, ekki síst í svona stóru kjördæmi," segir hún.

„Í rauninni er ég ekki að segja neitt annað en aðrir hafa sagt, t.a.m. formaður flokksins á kjördæmisþingum, þar sem menn hafa í gegnum tíðina alltaf brýnt fyrir mönnum að taka tillit til beggja kynja þegar raðað er á lista.

Það eru heildarhagsmunir flokksins að svo sé og ég sé ekki betur en að þetta sé glæsileg útkoma og glæsilegur listi. Ég tel því miklu frekar að menn eigi að vera bjartsýnir og ánægðir," segir hún um úrslit prófkjörsins um helgina. Þorgerður Katrín segir að listi sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi sé mjög sterkur, með Kristján sem leiðtoga, tvær konur af Austurlandi skipi 2. og 3. sætið, í 4. sæti sé mjög góður fulltrúi frá Akureyri, kona frá Siglufirði skipi 5. sætið og síðan komi ungur frambjóðandi í sjötta sæti.

Góður hlutur kvenna

Þorgerður Katrín vísar einnig til prófkjörs flokksins í Suðurkjördæmi og segist hefði viljað sjá betri árangur kvenna þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert