Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem tímaritið Mannlíf birtir í dag er ríkisstjórnin fallin. Samkvæmt könnuninni eykur Frjálslyndi flokkurinn fylgi sitt um 5 prósentur og Vinstri grænir um rúm 10 prósentur. Framsóknarflokkurinn tapar tæpum 9 prósentum og Samfylkingin tapar rúmum 6 prósentur. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem virðist halda stöðugu fylgi, samkvæmt könnun Mannlífs.
Samkvæmt könnuninni er Framsóknarflokkurinn með 9% fylgi (fékk 18% í síðustu kosningum), Vinstri grænir 19% (fékk 9% í síðustu kosningum), Frjálslyndi flokkurinn 13% (fékk 7% í síðustu kosningum), Sjálfstæðisflokkurinn 35% (fékk 34% í síðustu kosningum) og Samfylkingin er með 25% fylgi (fékk 31% í síðustu kosningum).
Úrtakið var yfir 5.147 manns en könnunin var gerð í gegnum Netið dagana 21.-24. nóvember á vegum Plússins og Mannlífs.