Framsóknarmenn í NV-kjördæmi samþykkja framboðslista

Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag á kjördæmisþingi að Reykjum í Hrútafirði samhljóða framboðslista flokksins vegna alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi.

Á vefnum Skessuhorn kemur fram að eins og kunnugt er höfnuðu þau Kristinn H Gunnarsson alþingismaður og Inga Ósk Jónsdóttir á Akranesi, sem hrepptu 3. og 5. sæti í prófkjöri flokksins fyrr í vetur, að taka sæti á listanum.

Því færist Valdimar Sigurjónsson á Glitsstöðum í Borgarfirði upp í þriðja sæti og Margrét Þóra Jónsdóttir á Akranesi fer í fimmta sæti hans.

Listinn er þannig í heild sinni:

1. Magnús Stefánsson, Snæfellsbæ
2. Herdís Sæmundardóttir, Skagafirði
3. Valdimar Sigurjónsson, Borgarbyggð
4. Svanlaug Guðnadóttir, Ísafjarðarbæ
5. Margrét Þóra Jónsdóttir, Akranesi
6. Helga Kristín Gestsdóttir, Blönduósbæ
7. Heiðar Þór Gunnarsson, Bæjarhreppi
8. Kolbrún Indriðadóttir, Húnaþingi vestra
9. Guðbrandur Ólafsson, Dalabyggð
10. Elínborg Hilmarsdóttir, Skagafirði
11. Sveinn Bernódusson, Bolungarvík.
12. Axel Kárason, Skagafirði
13. Svava H. Friðgeirsdóttir, Kaldrananeshreppi
14. Sigurður Þorvaldsson, Stykkishólmi
15. Bjarki Þór Aðalsteinsson, Akranesi
16. Jóhann Hannibalsson, Bolungarvík
17. Stefán Guðmundsson, Skagafirði
18. Ingibjörg Pálmadóttir, Akranesi

Fréttavefurinn Skessuhorn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert