Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar

Brotthvarf Hjálmars Árnasonar út úr stjórnmálum leiðir hugann að stöðu Reykjaness í hinu nýja Suðurkjördæmi. Frambjóðendur þaðan áttu erfitt uppdráttar í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og hið sama gerist nú hjá Framsókn, enda þótt Hjálmar hafi óspart hvatt sveitunga sína til dáða. Er þetta þeim mun merkilegra, sé tillit tekið til þess að Reykjanesið vegur ein 40% atkvæða í kjördæminu öllu. Má leiða líkum að því að reynt verði að finna sterkan Suðurnesjamann ofarlega á lista í endanlegri tillögu kjörnefndar til þess að vega upp brotthvarf þingflokksformannsins. Þetta kemur fram á bloggvef Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs.

Segir Björn Ingi að úrslitin í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fela í sér mikil pólitísk tíðindi. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins og landbúnaðarráðherra, hlýtur afgerandi stuðning og vinnur mikinn persónulegan sigur. Það sama gerir nýliðinn Bjarni Harðarson, sem hreinlega hefur slegið í gegn, og þingflokksformaðurinn Hjálmar Árnason er hættur í stjórnmálum eftir að hafa hafnað í þriðja sæti.

Bloggvefur Björns Inga Hrafnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert