Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins ætlar að hætta í stjórnmálum
Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins ætlar að hætta í stjórnmálum mbl.is/Sigurður Jónsson

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Bjarni Harðarson hafnaði í öðru sæti og Hjálmar Árnason hafnaði í þriðja sæti listans en hann sóttist eftir fyrsta sætinu líkt og Guðni. Hjálmar hefur ákveðið að draga sig í hlé og kveður pólitíkina sáttur að eigin sögn. Hjálmar er formaður þingflokks Framsóknarflokksins.

„Ég er hrærður og þakklátur. Mér finnst þetta stærri sigur en ég bjóst við. Brotthvarf Hjálmars er hans ákvörðun. Hann tók áhættu og gerði sér grein fyrir hvað gæti gerst. Hann skapaði góða stemmningu í prófkjörinu. Auðvitað mun ég sakna Hjálmars, við höfum verið góðir félagar og vinir í gegnum tíðina," sagði Guðni Ágústsson eftir að lokatölur höfðu verið kynntar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, Sigurð Jónsson.

„Ég mun klára minn tíma á þingi og ljúka mínum 12 árum þar. Ég ákvað að keppa við Guðna í þessu prófkjöri, það gekk ekki og nú tekur næsti kafli við. Ég fer mjög sáttur og þakklátur," sagði Hjálmar Árnason alþingismaður þegar lokatölur lágu fyrir.

Úrslit prófkjörsins voru þessi:

Guðni Ágústsson, 2311 atkvæði í 1. sæti
Bjarni Harðarson, 1534 atkvæði í 1.-2. sæti
Hjálmar Árnason, 1421 atkvæði í 1.-3. sæti
Eygló Harðardóttir, 1429 atkvæði í 1.-4. sæti
Elsa Ingjaldsdóttir, 1661 atkvæði í 1.-5. sæti
Lilja Hrund Harðardóttir, 1854 atkvæði í 1.-6. sæti.

Hjálmar Árnason óskar Guðna Ágústssyni til hamingju með sigurinn.
Hjálmar Árnason óskar Guðna Ágústssyni til hamingju með sigurinn. mbl.is/Sigurður Jónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka