VG með meira fylgi en Samfylking í könnun

Samkvæmt könnun, sem Frjálsr verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is er fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs meira en Samfylkingarinnar. Þá mælist fylgistap Framsóknarflokksins minna í könnuninni, en í öðrum könnunum að undanförnu.

Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokks 38,8%, fylgi VG 20,5%, Samfylkingar 18,5%, Framsóknarflokks 11,1% og Frjálslynda flokksins 9,4%. Aðrir fengu 1,8% og kemur fram á heimasíðunni heimi.is, að þar sé einkum um að ræða þá sem segjast ætla að kjósa framboð aldraðra og öryrkja.

Könnunin var gerð dagana 17.-22. janúar. Alls var 571 spurður og voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara. Um 3% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu. Vikmörk eru +/-5,4%.

Heimur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert