Guðjón Arnar kjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki

Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki.
Guðjón Arnar Kristjánsson var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki. mbl.is/Sverrir

Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, var endurkjörinn formaður Frjálslynda flokksins með lófataki á landsfundi flokksins í dag en ekkert mótframboð barst í formannskjöri. Formlegt formannskjör fór því ekki fram á fundinum.

Guðjón sagði m.a. í þakkarræðu, að næsta formannskjör yrði á landsfundi eftir tvö ár. Vonandi yrði heldur fjölmennara á fundinum þá en væri í dag, en talið er að þúsund manns séu á Hótel Loftleiðum þar sem fundurinn er haldinn.

Kosning í önnur embætti er nú hafin. Magnús Þór Hafsteinsson og Margrét Sverrisdóttir bjóða sig fram í embætti varaformanns. Ráða má það af orðum fundarstjóra þar sem kosningin hefur verið úrskýrð, að reglur séu nokkuð rúmar. Þannig hefur fólk, sem þurfti að fara snemma af fundinum, m.a. fengið að skilja atkvæðaseðla sína eftir þótt kosningin væri ekki formlega hafin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert