Segir að sýna verði Margréti skilning

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segist á heimasíðu sinni ráðleggja fólki að sýna Margréti Sverrisdóttur ákveðinn skilning en það hafi óneitanlega verið sárt fyrir Margréti að tapa kosningunni um varformannsembættið þar sem lengi hafi verið litið á hana sem einn af framtíðarleiðtogum flokksins.

Sigurjón segir að nokkrir flokksmenn hafi haft samband við sig og lýst vonbrigðum með þá ákvörðun Margrétar að yfirgefa Frjálslynda flokkinn.

Sigurjón bendir á, að Sverrir Hermannsson, faðir Margrétar, hafi átt stóran hlut að stofnun flokksins og Margrét hafi unnið að framgangi hans um árabil. Fram hafi komið, að ekki hafi verið um neinn málefnalegan ágreining að ræða hjá Margréti gagnvart þingflokknum heldur hafi ágreiningur fyrst og fremst snúist um inngöngu félaga úr Nýju afli inn í Frjálslynda flokkinn. Þessi óvild í garð félaga í Frjálslynda flokknum, sem komu úr Nýju afli, sé að einhverju leyti sprottin upp úr óvild og gömlum erjum í garð örfárra einstaklinga sem voru framarlega í þeirri sveit.

Heimasíða Sigurjóns

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert