Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, hefur ekki ákveðið í hvaða kjördæmi hann bjóði sig fram í kosningum til Alþingis í vor.
„Þetta er allt opið,” segir Magnús Þór í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi en hann skipaði efsta sæti frjálslyndra í Suðurkjördæmi í kosningunum 2003.
Áformað er að ný stjórn kjördæmisfélags Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi komi saman um helgina til að ræða framboðsmál og skipan á lista. „Við hljótum að klára listann á kjördæmisþingi í febrúar en eins og staðan er nú þá er allt opið,” segir Magnús Þór.