Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun

Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi 21% fylgi yrði gengið til kosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. VG fékk 9% atkvæða við síðustu kosningar. Framsóknarflokkurinn fengi 9% nú en var með 18% atkvæða við síðustu kosningar.

Í frétt á vef RÚV kemur fram að fylgi Samfylkingarinnar er hið minnsta á kjörtímabilinu samkvæmt könnun Gallups eða 22% en Samfylkingin fékk 30% atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 37% nú samanborið við 34% í kosningunum fyrir fjórum árum. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig 2% og er með 9% fylgi samkvæmt skoðanakönnun Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert