Margrét Sverrisdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir á bloggsíðu sinni að nýtt stjórnmálaafl sé að koma fram á sjónarsviðið í íslenskri pólitík. Fundað hafi verið um málið á laugardag og á næstunni verði sett fram skýr markmið framboðs sem sé hægra megin við miðju í pólitísku litrófi stjórnmálanna.
Margrét sagði sig úr Frjálslynda flokknum í síðustu viku í kjölfar Landsfundar flokksins um síðustu helgi en þar beið Margrét lægri hlut í varaformannskjöri fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni, alþingismanni.