Ómar Ragnarsson telur auknar líkur á framboði umhverfisverndarsinna

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson mbl.is/Brynjar Gauti

Ómar Ragnarsson segir að líkur á framboði umhverfisverndarfólki í Alþingiskosningum í vor hafi ekki minnkað við ákvörðun Framtíðarlands að bjóða ekki fram, heldur aukist.

Á bloggvef Ómars kemur fram að fundur Framtíðarlandsins fjallaði að hans mati ekki um það hvort, heldur hvernig hægt væri að standa að nýju og fersku framboði umhverfisverndarfólks í kosningunum í vor. Líkurnar á slíku framboði hafa ekki minnkað heldur jafnvel vaxið.

Blogg Ómars Ragnarssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert