Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki

Fylgi Samfylkingar eykst á ný samkvæmt skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Mælist fylgi flokksins 27,9% samkvæmt könnuninni. Fylgi Framsóknarflokksins mælist hins vegar aðeins 3,9% og hefur aldrei verið minna í skoðanakönnunum blaðsins.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 36,8%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs 23,7% og Frjálslynda flokksins 7,3%.

Ef úrslit kosninga yrðu þessi gætu Samfylking og VG myndað ríkisstjórn en flokkarnir hefðu þá samtals 33 þingmenn af 63 á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fengi hins vegar aðeins 2 þingmenn.

Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 10. febrúar og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?“. 54,8 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert