Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki

Á aðalfundi Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði um helgina var samþykkt ályktun um að Framsóknarflokkinn eigi ekki að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að afloknum alþingiskosningum í vor.

„Það væri ekki pólitíkst rétt að fara fjórða kjörtímabilið í röð með sjálfstæðisflokknum í stjórn. En að liðnum 12 árum hlýtur Framsóknarflokkurinn að endurmeta markmiðin með stjórnarsamstarfi. Þrátt fyrir allan þann árangur sem náðst hefur, steðja vandamál að íslensku samfélagi. Stærstu verkefni næstu ára eru í velferðarmálum og teljum við að Sjálfstæðisflokkinn hafi ekki þann áhuga sem þarf til að takast á við þau verkefni," segir í ályktun fundarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka