steinthor@mbl.is
GUNNAR Örn Örlygsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðvesturlandi og fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, fer í fæðingarorlof á mánudag og tekur Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sæti hans. Hún kemur inn sem óháður þingmaður eftir að hún sagði sig úr Frjálslynda flokknum fyrir skömmu.
Hugsanlega vekur það furðu einhverra að þingmaður komi inn fyrir þingmann í öðrum flokki en þetta er ekki einsdæmi og í raun eru það framboðslistarnir sem ráða hverju sinni. Í þessu tilfelli var Gunnar Örn Örlygsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir í öðru sæti sama lista og hún er áfram fyrsti varamaður hans þó að bæði séu farin úr flokknum.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.