Lengst kvenna í ríkisstjórn

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.
eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur náð því marki að hafa setið lengst allra kvenna hér á landi í embætti ráðherra eða í samtals 2.604 daga.

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, átti um árabil þann titil í íslenskum stjórnmálum að hafa setið lengst allra kvenna á ráðherrastóli en Valgerður náði starfsaldri hennar í ráðherraembætti fyrir um þremur mánuðum. Valgerður tók fyrst við ráðherraembætti 31. desember 1999 er hún varð viðskipta- og iðnaðarráðherra. Hún hefur verið utanríkisráðherra frá 15. júní á seinasta ári. Síðastliðinn fimmtudag var ráðherraseta Valgerðar orðin 7 ár, einn mánuður og 16 dagar. Jóhanna Sigurðardóttir gegndi embætti félagsmálaráðherra alls í 2.514 daga eða frá 7. ágúst árið 1987 til 24. júní árið 1994. Samtals var Jóhanna því í ríkisstjórn í 6 ár, tíu mánuði og 18 daga.

Þriðja lengsta ráðherraferil kvenna á Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra en hún hefur samtals verið á ráðherrastóli í 6 ár og um fjóra mánuði.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert