Magnús Þór væntanlega í framboð í Reykjavík

Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón A. Krisjánsson á landsfundi Frjálslynda …
Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón A. Krisjánsson á landsfundi Frjálslynda flokksins nýlega. mbl.is/Sverrir

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, segir í samtali við Sunnlenska fréttablaðið á Selfossi að hann muni ekki taka sæti á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum.

„Það hefur komið fram sterk ósk innan flokksins að varaformaðurinn fari fram á höfuðborgarsvæðinu,” segir Magnús en hann er ekki tilbúinn að tilgreina í hverju þriggja kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hann stefni á framboð.

Sandgerðingurinn Grétar Mar Jónsson skipaði 2. sæti listans í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum og hann segist nú tilbúinn að leiða listann fái hann til þess umboð. Stjórn kjördæmisráðs frjálslyndra í Suðurkjördæmi kemur saman til fundar í næstu viku. Grétar Mar segir að þar verði væntanlega tekin ákvörðun um skipan efstu sæta listans og listinn svo kynntur í heild fyrir eða á kjördæmisþingi í lok mánaðarins.

„Vonandi nýt ég stuðnings til að leiða listann segir Grétar Mar.

Suðurland.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert