Vilja aukna áherslu á náttúruvernd og umhverfismál

mbl.is/Brynjar Gauti

Samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands vilja 72,8% aðspurðra að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. 22.6% telja að flokkarnir leggi hæfilega áherslu á þennan málaflokk og 4,6% svöruðu því til að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á málaflokkinn.

Rúm 37,2% telja að leggja beri miklu meiri áherslu á umhverfisvernd og 35,6% nokkuð meiri.

Spurt var: Telur þú að stjórnmálaflokkarnir eigi almennt að leggja meiri eða minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál? Fjöldi svarenda var 800 og af þeimi tóku 742 eða 92,8% afstöðu. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 12. febrúar.

Könnun Capacent Gallup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert