Segir sögulegt tækifæri gefast

Í álykt­un, sem samþykkt var á ársþingi kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag, er skorað á ís­lensku þjóðina að nýta það sögu­lega tæki­færi sem gefst í vor til að gera Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur að fyrsta kven­for­sæt­is­ráðherra Íslands. Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir var á fund­in­um kjör­in formaður hreyf­ing­ar­inn­ar.

Í álykt­un­inni seg­ir, að þjóðin nýti þetta tæki­færi best með því að ljá Sam­fylk­ing­unni at­kvæði sitt í þing­kosn­ing­un­um 12. maí.

„Ingi­björg Sól­rún formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sýndi það í verki að hún hafði kjark til að af­nema þann kynjam­is­mun sem ríkti þegar hún var val­in til for­ystu sem borg­ar­stjóri í Reykja­vík; heiðarleika til þess að tala hreint út um hluti sem bet­ur mættu fara og þor sem þarf til að velta við stein­um og segja ójafn­rétti og mis­mun stríð á hend­ur Íslend­ing­ar eiga þess nú kost að leiða jöfnuð, rétt­læti og samá­byrgð til önd­veg­is í ís­lensk­um stjórn­mál­um und­ir for­ystu Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur. Kvenna­hreyf­ing Sam­fylk­ing­ar skor­ar á þjóðina að láta ekki það tæki­færi fram­hjá sér fara," seg­ir m.a. í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka