VG með meira fylgi en Samfylking

Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon.
Formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Golli

Vinstrihreyfingin-grænt framboð er með meiri fylgi en Samfylkingin samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Fylgi VG mælist nú 23,5% og hefur aukist um þrjár prósentur frá síðustu könnun í febrúar. Fylgi Samfylkingar er nú 22,5% samkvæmt könnun Gallup eða svipað og var í febrúar. 47% segjast styðja ríkisstjórnina.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 36,3% og hefur minnkað um 1 prósentu frá því í febrúar. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 10% og hefur aukist um 1,2 prósentur. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 6,9% og er 2 prósentum minna en í febrúar.

Úrtakið í könnuninni var 4600 manns og var svarhlutfall 61%.

Nánar verður fjallað um niðurstöðu könnunarinnar í kvöldfréttum Sjónvarpsins í kvöld og í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka