„Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna"

Ólafur Stephensen, stjórnmálafræðingur og aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, segir nýja skoðanakönnun Capacent Gallup styrkja fyrri vísbendingar um mikinn mun á fylgi flokkanna út frá kynjum og benda til þess að eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna sé þegar svarað.

Þá segir hann að skoðanakannanir sem gerðar séu tveimur mánuðum fyrir kosningar segi ekki til um niðurstöðu kosninganna heldur einungis um stöðu mála á þeim tíma sem þær séu framkvæmdar. Þær séu þó mikilvæg vísbending fyrir flokkana og hann geti til dæmis ekki ímyndað sér að Sjálfstæðismönnum líði vel þær eftir þær niðurstöður sem birtar voru í morgun.

VG eykur fylgi sitt samkvæmt könnuninni sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Stjórnarflokkarnir tveir tapa fylgi, en Samfylkingin stendur í stað milli kannana. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi milli kannana. Stjórnarflokkarnir mælast nú samanlagt með 43%, en stjórnarandstöðuflokkarnir með 55,8%.

Könnun Capacent Gallup var framkvæmd dagana 28. febrúar til 7. mars. Úrtakið var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1.570 manns á aldrinum 18–75 ára. Svarhlutfall var 61,2%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka