Fulltrúar Samfylkingar: Full yfirráð auk veiðiheimilda annars staðar

Össur Skarp­héðins­son og Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son, full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Evr­ópu­nefnd­inni sem skipuð var til að kanna fram­kvæmd EES-samn­ings­ins, önn­ur tengsl Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, ít­rekuðu vilja Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að und­ir­búa aðild­ar­viðræður Íslend­inga við Evr­ópu­sam­bandið á blaðamanna­fundi nefnd­ar­inn­ar í dag. Sagði Össur það vera sitt mat á þeim upp­lýs­ing­um sem nefnd­in hefði aflað að sjáv­ar­út­vegs­mál­in þyrftu ekki að vera aðild Íslend­inga sá Þránd­ur í Götu sem marg­ir hefðu hingað til haldið fram.

Ágúst Ólaf­ur sagði að regl­ur um til­lit til sögu­legr­ar veiðireynslu, efna­hags­leg tengsl út­gerðaraðila við það landsvæði sem ligg­ur að um­ræddu hafsvæði og eft­ir­lit aðild­ar­ríkja með sinni lög­sögu myndu tryggja for­ræði Íslend­inga yfir fiski­miðunum við Ísland og Össur bætti því við að það yrði síðan á valdi harðsnú­inna samn­inga­manna Íslend­inga að tryggja þeim enn meiri veiðiheim­ild­ir ann­ars staðar. Þá kváðust þeir telja að aðild gæti lækkað mat­væla­verð og vaxta­kostnað á Íslandi veru­lega auk þess sem það myndi auðvelda verðsam­an­b­urð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert