Ragnar Arnalds: Hugmyndir um yfirráð Íslendinga ótryggar

AP

Ragn­ar Arn­alds, full­trúi VG í Evr­ópu­nefnd­inni sem skipuð var til að kanna fram­kvæmd EES-samn­ings­ins, önn­ur tengsl Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði á blaðamanna­fundi nefnd­ar­inn­ar í dag að mik­ill meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar væri and­víg­ur hugs­an­legri aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu þar sem fimm nefnd­ar­menn taki skýra af­stöðu gegn aðild, tveir taki skýra af­stöðu með aðild og tveir taki ekki skýra af­stöðu. Fram kem­ur í skýrslu nefnd­ar­inn­ar að ekki hafi staðið til að nefnd­in freistaði þess að kom­ast að sam­eig­in­legri niður­stöðu varðandi hugs­an­lega aðild Íslend­inga.

Ragn­ar sagði á blaðmanna­fund­in­um að skýrt hefði komið fram við upp­lýs­inga­öfl­un nefnd­ar­inn­ar að sú hug­mynd sem lengi hafi lifað á Íslandi, að mögu­legt væri að tryggja yf­ir­ráð Íslend­inga yfir fisk­veiðum í ís­lensku land­helg­inni í aðild­ar­viðræðum væri óraun­hæf.

Þá sagði hann þá sem aðhyll­ist aðild m.a. hafa vísað til þess að við út­hlut­un veiðiheim­ilda inn­an sam­bands­ins hafi verið tekið til­litt til sögu­legr­ar veiðireynslu sem þeir telji að muni tryggja hags­muni Íslend­inga. Þessi regla hafi hins veg­ar ekk­ert tryggt var­an­legt gildi þar sem hægt sé að fella hana úr gildi með meiri­hluta­samþykkt ráðherr­aráðs ESB. Það sé áhætta sem sum­ir séu greini­lega til­bún­ir til að taka en aðrir ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert