Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu forsætisráðherra um að skipa nefnd til að fjalla um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. Nefndin er skipuð í framhaldi af viðræðum fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum við ríkisstjórnina að undanförnu.
Auk fulltrúa forsætisráðuneytis eiga sæti í nefndinni fulltrúi frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, bæjarstjórinn á Ísafirði og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra eigi síðar en 11. apríl nk., samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu.