Katrín: Ljóst að kjósendur vilja VG í ríkisstjórn

00:00
00:00

Flest­ir nefna Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð og Sam­fylk­ing­una sem þá flokka sem þeir vilja helst sjá í tveggja flokka rík­is­stjórn að lokn­um næstu alþing­is­kosn­ing­um í skoðana­könn­un Capacent Gallup sem birt var í morg­un. Þegar fólk var beðið um að nefna einn flokk sem það vildi helst sjá í rík­is­stjórn nefndu hins veg­ar flest­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður Vinstri grænna, seg­ir niður­stöður nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Capacent Gallup vera skýra vís­bend­ingu um það að kjós­end­ur vilji ekki bara að rödd flokks­ins heyr­ist held­ur að hann taki þátt í að mynda næstu rík­is­stjórn.

Rúm 28% svar­enda í könn­un­inni segj­ast helst vilja að mynduð verði rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna að lokn­um alþing­is­kosn­ing­um í vor. 24,2% nefndu áfram­hald­andi sam­stjórn nú­ver­andi stjórn­ar­flokka en 22,4% sögðust helst vilja sam­steypu­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna. Fram kem­ur að afstaða stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins til sam­starfs­mögu­leika er nokkuð mis­mun­andi. 42,6% sögðust vilja sam­starf við Fram­sókn­ar­flokk­inn en rúm 35% við VG.

Þá vek­ur það at­hygli að sam­kvæmt fylg­is­könn­un sem birt var í síðustu viku var VG lang­stærsti flokk­ur­inn meðal kvenna og að sam­kvæmt niðurtöðunum sem birt­ar voru í morg­un er flokk­ur­inn sá flokk­ur sem flest­ar kon­ur vilja helst sjá í rík­is­stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert